29.9.2008 | 23:03
Aðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 00:03
Björgum bönkunum!
Björgum bönkunum gæti verið yfirskrift sjónvarpsþáttar sem sýndur yrði í opinni dagskrá Rúv, Stöð2 og skjá einum. Þar myndu helstu listamenn þjóðarinnar koma fram og almenningur gæti hringt inn og lagt sitt af mörkum til að bjarga bönkunum! Mörgum finnst þetta eflaust fáránleg hugmynd en núna hafa sömu menn og stóðu á bakvið einkavinavæðingu bankanna uppi þær hugmydnir að ríkinu beri að bjarga bönkunum. Með ríkinu er átt við okkur skattgreiðendur sem greiðum því tvöfalt fyrir mistök og græðgi íslenskra banka. Við borgum með hærri vöxtum, verðbólgu og því séríslenska fyrirbæri verðtryggingu og svo borgum við með skattfé okkar í ýmsar björgunaraðgerðir. Það væri þá ekki þannig að hátekjufólki og fjármagnseigendur gætu borgað líka? Best er að lækka skatta á fjármagn til þess að "liðka um" í kerfinu. Annars vilja köldustu kapítalistarnir í Ameríku (fyrirheitna landinu) engar aðgerðir því hið fullkomna kapítlíska hagkerfi mun leiðrétta sig sjálft!
Lag dagsins:Spillingarvals (með dúetnum plató)
Pirr dagsins: Að þurfa að borga brúsann!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 22:53
Ég var klukkuð !!!!!! Klukka hér með fjóra bloggara
- Leikskólinn Vesturborg
- Hitt Húsíð
- Vesturbæjarlaug
- Tryggingastofnun
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Lord of the Rings
- Gilbert Grape
- Colour Purple
- Ferris Buelers day off
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Grund
- Hveragerði
- Lundur - Svíþjóð
- Reykjavík
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Tudors
- Hells Kitchen
- Desperate Housewifes
- Medium
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Spánn
- Svíþjóð
- Danmörk
- Tékkland
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- mbl.is
- kgeysir.is
- blakkur.khi.is
- visir.is
Fernt sem ég held uppá matarkynnis
- Súkkulaði
- Ostakaka
- Ostar og Rauðvín
- "Gamli" Ísinn
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Les ekki bækur oftar en einusinni
Fjórir bloggarar sem ég klukka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 09:51
Að syngja með!
Það er að mínu mati mjög góð hugmynd að halda sérstaka "syngjum með" sýningu á þessari mynd. Þetta mæti taka til fyrirmyndar á fleiri stöðum td. á tónleikum. Ég hef aldrei skilið þörf fólks fyrir að "syngja með" á tónleikum. Sérstaklega ekki þar sem gaulið í áhorfendum er farið að yfirgnæfa tónlistarmanninn / hljómsveitina sem maður er að reyna að hlusta á. Mest svekktur verður maður á tónleikum sem maður hefur beðið eftir í langan tíma og borgaðu fullt fyrir að komast inn á og heyrir svo ekkert í þeim sem koma fram þar sem e-h við hliðina á manni syngur hástöfum með. Mér hefur nokkrum sinnum langað til að pikka í söngglaða tónleikagesti og segja - ég borgaði ekki fyrir að hlusta á þig - eða eitthvað í þeim dúr. "Syngja með" fólkinu má skipta í ákv. hópa
1. Fulli gæjinn - oftast á rokktónleikum í höllinni eða egilshöll og mjög pirrandi karakter. Öskrar með lögunum og ef kerfið er ekki á fullu blasti heyrist meira í honum en bandinu. Þetta gerist sem betur fer sjaldan þar sem allt er í botn á slíkum tónleikum.
2. Miðaldra vinkonuhópurinn - finnst "sniðugt" að fara á tónleika með stjörnum sem hafa munað fífil sinn fegri og ýsmum íslenskum listamönnum og syngja saman í hóp. Getur orðið einstaklega pirrandi - sérstaklega ef allar eru búnar að drekka hvítvín og finnst þetta rosa fyndið. Þetta er EKKI fyndið - við hin erum að reyna að heyra í tónlistaratriðinu sjálfu en ekki ykkur. Sparið ykkur pening með því að sitja heima í hóp með hvítvín og syngja með geilsadiskum, eða kaupið singstar!
3. Gelgjur - eru oft pirrandi á tónleikum. Öskrandi og æpandi og kunna sig ekki. Sérstaklega ef um rólega tónlist er að ræða. Þetta á einnig við um fullorðið fólk sem kann ekki að fara á "lágt stillta" tónleika. Mjög pínlegt að tónleikahaldarar þurfi að "sussa" á gesti eins og óþekka krakka. Eins og þurfti td. að gera á síðustu Bræðsluhátíð - þetta eru ekki eyjar!
5. Brjálaði aðdáandinn - mjög skrýtinn týpa og oftast einn á tónleikum og mjög pirrandi - öskrar og æpir og hoppar út um allt og treður manni um tær, endar síðan á því að slá bjórinn úr hendinni á manni. Það er ákveiðið fyrirkomulag á tónleikum (sérstaklega rokktónleikum) sem segir til um að ef þú ætlar að haga þér svona treður þú þér fremst. Við sem erum aftast og út í hliðum viljum bara chilla með bjór og hugsanlega headbanga aðeins.
Lag dagsins: Mama Mia
Pirr dagsins: Fólk sem eyðileggur tónleika
![]() |
Mamma Mía! þvílíkur fjöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 20:13
Fundir!
Hef oft velt fyrir mér hversu marga fundi ég hef sótt um ævina? Gagnsemi funda er misjöfn, sumir góðir og aðrir frekar tilgangslausir. Oftast hef ég þó gaman af fundum en stundum líður manni eins og maður komi engu í verk, vegna funda. Fundir um fundi frá fundum til funda....
Pirr dagsins: Tímasóun
Lag dagsins: Pleased to meet you....
Þangað til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 21:34
Einkavinavæðing!
Ég las áhugaverða grein eftir Jórunni Frímannsdóttir í 24 stundum í dag þar sem rætt var um hversu æðislegt það væri að bjóða út hluta sorphirðu í Reykjavík. Það var að hennar mati leið til þess að geta bætt og aukið "fjölbreytileika" þjónustunnar. Það er merkilegt að starfandi Borgarfulltrúi í Reykjavík treysti sér ekki til þess að bæta þjónustuna í samráði við fagaðila og framkvæmdasvið heldur þarf að kaupa utanaðkomandi aðila utan úr bæ til þess að framkvæma góðar hugmyndir. Það eru engin rök að þjónusta verði á einhvern hátt betri með því einu að einkavæða hana. Hér er verið að gera lítið úr þeim mannauði sem nú er þegar til staðar hjá borginni. Starfsmannavelta er lág í sorphirðunni og margir starfað þar í áratugi. Hér er meirihlutinn í borginni að henda þessu starfsfólki út í kuldann í erfiðu efnahagsástandi af því að auðvitað mega "ruslakallarnir" missa vinnuna, hverjum er ekki sama um það? Allavega meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur!
Pirr dagsins: Einkavinavæðing
Lag dagsins: Money Money Money (Það er gott að vera ríkur)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2008 | 21:32
Vinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 16:25
NEI VIÐ NAUÐGUNUM!
Karlahópur Femínistafélags Íslands og Jafningjafræðslan kynna:
NEI VIÐ NAUÐGUNUM!
Baráttutónleikar gegn kynbundnu ofbeldi.
Föstudagskvöldið 25. júlí munu Karlahópurinn og Jafningjafræðslan standa fyrir baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi. Tónleikarnir fara fram á Organ og hefjast kl. 21.00
Fram koma: Æla, Arkir, Blúsbandið Kettir, Jan Mayen, Morðingjarnir, My Summer As A Salvation Soldier, Naflakusk, Poetrix, Tríó Magnúsar Tryggvasonar og Vicky Pollard.
Það er frítt inn á tónleikana en öll frjáls framlög renna til NEI - átaksins.
Karlahópurinn mun kynna átakið Karlmenn segja NEI við nauðgunum!, og nota tækifærið til að dreifa bæklingum, límmiðum og barmmerkjum. Einnig verða NEI-bolir í nýjum og glæsilegum litum til sölu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 19:35
Sumarfrí
Ég hef verið löt að blogga, enda hef ég verið í 2ja vikna Skandínavíuferð. Við vorum i Visby sem er á eyju sem heitir Gotland og tilheyrir Svíþjóð. Mæli með bæði Gotland og Visby - þetta var alveg að gera sig. Núna er það svo bara sumarfrí út júlí og svo vinna eftir verslunarmannahelgi.
Lag dagsins: Sól sól skín á mig
Pirr dagsins: Jeppakallar sem hætta lífi annarra með glæfralegum akstri.
Þangað til næst ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 18:36
Ég fékk miða!
![]() |
Uppselt á Rice á Nasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)