Gleymum ekki aðalatriðinu

Nú má það alls ekki gerast að þeir hópar sem hafa staðið fyrir því að vekja athygli á því ástandi sem hér ríkir sundrist og fari að deila innbyrðis um aðferðir og leiðir í baráttunni. Gott og gilt er að ræða um aðferðir til mótmæla enda ýmsar til og lítil hefð  á íslandi fyrir mótmælum. Hinsvegar má þessi umræða ekki kæfa umræðuna um það sem mestu máli skiptir sem er það ástand sem við búum nú við. Á Íslandi hefur alltaf ríkt fátækt og heilbrigiðs-og menntakerfi hefur liðið skort. Fólk í umönnunar- og uppeldisstörfum hafa aldrei fengið laun sem duga til framfærslu. En hvernig er ástandið núna? Verðbólga, atvinnumissir, verðtrygging  - allt eru þetta hlutir sem eru að sliga fjölskyldurnar í þessu landi. Við þurfum aðgerðir núna og við þurfum að standa saman sem almenningur þessa lands og mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda - og þeim "aðgerðarpökkum" sem kynntir hafa verið og er best að líkja við lélegt yfirklór á eigin klúðri...

Stöndum saman...

Lag dagsins: Better together...

Pirr dagsins: eiginhagsmunagæsla

Þangað til næst...


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!

Lag dagsins: Þú komst við hjartað í mér...

Pirr dagsins: Meira stríðsbrölt og vesen...


Útifundur

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza
verður haldinn á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16

Kröfur dagsins eru:
Stöðvið fjöldamorð  Ísraelshers á Gaza
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ræðumenn verða:
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Ögmundur Jónasson alþingismaður
Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur

Fundarstjóri: Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands

Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína
með stuðningi fjölmargra félagasamtaka


mbl.is Mótmæla blóðsúthellingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hafa áður verið reistir múrar!

Það hafa áður verið reistir múrar og fólk lokað inni og síðan útrýmt! Það var á þeim tíma kallað ghetto og gyðingar voru fórnarlömbin. Nú eru það hinsvegar þeir sem reisa múra og stunda morð á saklausum borgurum! Það þýðir ekkert annað en að fordæma framgögnu ísraela í þessu máli sem og öðrum!!

Frjáls Palestína!

Lag dagsins: Allt sem við viljum, er friður á jörð!

Pirr dagsins: Múrar og stríð!

Þangað til næst...


mbl.is Báðir ábyrgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að allir njóti hátiðar ljóss og friðar sem allra mest og best! Sjáumst hress á nýju á nýju ári!

Elín, Halli og Hekla Björt.

Lag dagsins: Ég kemst í hátíðarskap

Pirr dagsins: þeir sem gera ekki neitt fyrir neinn (ekki einu sinni á jólum)


Ef frelsarins hefði fæðst árið 2008

jol

Þetta hefði verið aðkoman ef vitringarnir hefðu reynt að komast til Betlehem árið 2008!

Lag dagsins: Bjart er yfir Betlehem

Pirr dagsins: Stríðsbrölt og vesen


Jólin Jólin...

Er að reyna að komast í jólaskap, gengur illa þessa dagana. Hekla litla lasin og ákeðin þreyta í gangi hjá manni vegna lítils svefns. Vonandi fer þetta allt að komast í gírinn. Síðan er það 10 ára útskriftarafmæli FÁ þann 19. desember nk. Það verður stuð og gaman. Er annars búin að fá nóg af ástandinu og nenni lítið að ræða það frekar. Gaman að búa við stórn sem ætlar að skera niður til velferðarmála, heilbrigðis og menntakerfi. Nú verður rukkað inn á spítalanna, fangelsunum lokað og forfallakennsla lögð af í skólum landsins. þetta er nú ábyrg efnahagsstjórn í verki!

Lag dagsins: Eniga meniga - ég á enga peninga. Súkkadí búkkadí en ég get sungið fyrir því!

Pirr dagsins: Spilltir auðmenn sem ætla með einkaþotunum sínum til Cayman Islands um Jólin og ég borga!

 Þangað til næst!


Sameinumst hjálpum þeim...

Var að leita að efni á netinu og datt inn á þessa frétt frá 1984. Hún fær mann til að setja hlutina í samhengi:

http://archives.cbc.ca/arts_entertainment/music/topics/1568-10600/

Ég var fimm ára þegar þetta var sýnt í sjónvarpi og ég man það eins og í gær. Núna er komin upp heil kynslóð sem aldrei sá þessar myndir, þetta má aldrei gleymast!


Almenn kurteisi

Ég ræddi við þjónustufulltrúa í Glitni um daginn sem var hreint út sagt að niðurlotum komin. Ekki nóg með að þurfa að búa við óvissu um starf sitt, þá þurfa þjónustufulltrúar og gjaldkerar nú að sitja undir svívirðingum viðskiptavina og sparifjáreigenda. Ég spyr - dettur einhverjum í alvörunni í hug að það sé á ábyrgð gjaldkera og þjónustufulltrúa hvernig komið er fyrir íslensku bönkunum? Ég hvet almenning að reyna að átta sig á því, þrátt fyrir gremju vegna ástandsins að starfsmenn banka eru fólk eins og ég og þú. Þeir eiga fjölskyldur, vini, áhugamál og margir hafa tapað öllu sínu. Sumir óttast um eigið starf. Ég bið ykkur endilega að sína þessu starfsfólki almenna kurteisi og beina reiði ykkar gagnvart bankastjórunum fyrrverandi, seðlabankanum og ríkisstjórninni, það eru þeir sem bera ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið ekki óbreyttir gjaldkerar!!

Lag dagsins: Love love love

Pirr dagsins: Dónalegir viðskiptavinir

Þangað til næst!!


Snjór og flensa

Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær. Nú er komin hvít jörð sem er fallegt, það birtir líka talsvert til. Sama kvöld var Hekla Björt lasin og núna er hún komin með 39 stiga hita. Ég ákvað síðan að mæla mig sjálfa mig áðan og þá er ég komin með 38 stiga hita. Þannig að það verður lítið afrekað um helgina og ekkert hægt að fara til Ömmu og Afa í sveitinni.

Pirr dagsins - höfuð- og beinverkir

Lag dagsins - Piparkökusöngurinn (úr dýrunum í hálsaskógi)

Þangað til næst!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband