Gleymum ekki aðalatriðinu

Nú má það alls ekki gerast að þeir hópar sem hafa staðið fyrir því að vekja athygli á því ástandi sem hér ríkir sundrist og fari að deila innbyrðis um aðferðir og leiðir í baráttunni. Gott og gilt er að ræða um aðferðir til mótmæla enda ýmsar til og lítil hefð  á íslandi fyrir mótmælum. Hinsvegar má þessi umræða ekki kæfa umræðuna um það sem mestu máli skiptir sem er það ástand sem við búum nú við. Á Íslandi hefur alltaf ríkt fátækt og heilbrigiðs-og menntakerfi hefur liðið skort. Fólk í umönnunar- og uppeldisstörfum hafa aldrei fengið laun sem duga til framfærslu. En hvernig er ástandið núna? Verðbólga, atvinnumissir, verðtrygging  - allt eru þetta hlutir sem eru að sliga fjölskyldurnar í þessu landi. Við þurfum aðgerðir núna og við þurfum að standa saman sem almenningur þessa lands og mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda - og þeim "aðgerðarpökkum" sem kynntir hafa verið og er best að líkja við lélegt yfirklór á eigin klúðri...

Stöndum saman...

Lag dagsins: Better together...

Pirr dagsins: eiginhagsmunagæsla

Þangað til næst...


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl

Tek heilshugar undir með þér.  Stöndum saman með klútum eða án

Ásta B (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fullkomlega sammála þér! Það er fáránlegt að drepa aðalatriðunum á dreif með japli og jamli og fuðri um mismunandi aðferðir mótmælenda þegar markmið þeirra allra er það sama. Við viljum ríkisstjórnina burt enda sannar hún vanhæfni sína til að verja hag þjóðarinnar alltaf betur og betur með hverjum deginum sem líður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kjarni málsins. Takk fyrir þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.