Fyrsta blogg um trúmál

Ég átti nú alls ekki von á því að ég myndi nokkurn tímann blogga um trúmál en nú er víst komið að því. Ég er sammála þessu markmiði að færa kirkjuna nær fólkinu enda verið alveg út úr sambandi við fólkið allt of lengi. Hvort að krá er rétti staðurinn má síðan deila um, mér dettur strax í hug staðir eins og kaffihús eða keiluhöll þar sem hægt er að hafa það notalegt og ræða við eða um guð í leiðinni. Þó finnst mér síðasta athugasemdin best að í þessari kirkju verði engar predikanir enda frekar úrelt að prestar þurfi að lesa yfir hausamótum lúsugs alþýðufólks eins og áður tíðkaðist.

Pirr dagsins: Samasem merki sem margir setja milli trúar og trúarbragða
Lag dagsins: Bjór

Þangað til næst...


mbl.is Opna kirkju á krá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því fjær sem kirkjan er fólkinu því betra... alger óþarfi og rugl að demba lygum yfir fólk, kannski í lagi ef menn eru í blackouti og muna ekkert næsta dag :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:10

2 identicon

Kirkjan og kráin - of margir eiga við áfengisvandamál að stríða til þess að mér finnist þetta góð hugmynd. En í 10 ár hefur Þjóðkirkja Íslands staðið fyrir helgistund í Kolaportinu síðasta sunnudag í mánuði, nánar tiltekið á Kaffi Port kl. 14. Æðislegar messur og alltaf fullt!

María Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband