Að syngja með!

Það er að mínu mati mjög góð hugmynd að halda sérstaka "syngjum með" sýningu á þessari mynd. Þetta mæti taka til fyrirmyndar á fleiri stöðum td. á tónleikum. Ég hef aldrei skilið þörf fólks fyrir að "syngja með" á tónleikum. Sérstaklega ekki þar sem gaulið í áhorfendum er farið að yfirgnæfa tónlistarmanninn / hljómsveitina sem maður er að reyna að hlusta á. Mest svekktur verður maður á tónleikum sem maður hefur beðið eftir í langan tíma og borgaðu fullt fyrir að komast inn á og heyrir svo ekkert í þeim sem koma fram þar sem e-h við hliðina á manni syngur hástöfum með. Mér hefur nokkrum sinnum langað til að pikka í söngglaða tónleikagesti og segja - ég borgaði ekki fyrir að hlusta á þig - eða eitthvað í þeim dúr. "Syngja með" fólkinu má skipta í ákv. hópa

1. Fulli gæjinn - oftast á rokktónleikum í höllinni eða egilshöll og mjög pirrandi karakter. Öskrar með lögunum og ef kerfið er ekki á fullu blasti heyrist meira í honum en bandinu. Þetta gerist sem betur fer sjaldan þar sem allt er í botn á slíkum tónleikum.

2. Miðaldra vinkonuhópurinn - finnst "sniðugt" að fara á tónleika með stjörnum sem hafa munað fífil sinn fegri og ýsmum íslenskum listamönnum og syngja saman í hóp. Getur orðið einstaklega pirrandi - sérstaklega ef allar eru búnar að drekka hvítvín og finnst þetta rosa fyndið. Þetta er EKKI fyndið - við hin erum að reyna að heyra í tónlistaratriðinu sjálfu en ekki ykkur. Sparið ykkur pening með því að sitja heima í hóp með hvítvín og syngja með geilsadiskum, eða kaupið singstar!

3. Gelgjur - eru oft pirrandi á tónleikum. Öskrandi og æpandi og kunna sig ekki. Sérstaklega ef um rólega tónlist er að ræða. Þetta á einnig við um fullorðið fólk sem kann ekki að fara á "lágt stillta" tónleika. Mjög pínlegt að tónleikahaldarar þurfi að "sussa" á gesti eins og óþekka krakka. Eins og þurfti td. að gera á síðustu Bræðsluhátíð - þetta eru ekki eyjar!

5. Brjálaði aðdáandinn - mjög skrýtinn týpa og oftast einn á tónleikum og mjög pirrandi - öskrar og æpir og hoppar út um allt og treður manni um tær, endar síðan á því að slá bjórinn úr hendinni á manni. Það er ákveiðið fyrirkomulag á tónleikum (sérstaklega rokktónleikum) sem segir til um að ef þú ætlar að haga þér svona treður þú þér fremst. Við sem erum aftast og út í hliðum viljum bara chilla með bjór og hugsanlega headbanga aðeins.

Lag dagsins: Mama Mia

Pirr dagsins: Fólk sem eyðileggur tónleika


mbl.is Mamma Mía! þvílíkur fjöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Hahaha  snilldar færsla kæra frænka...og svo sönn!

Birna Eik Benediktsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband