30.4.2009 | 13:09
Þversögn
Heislugæsla er gífurlega hagkvæm læknisþjónusta! Hana ber að efla og styrkja td. með því að taka upp tilvísunarkerfi og stöðva óþarfa ráp fólks til sérfræðinga sem kostar skattgreiðendur miljarða á ári hverju. Það þarf kannski að spara í heilbrigðiskerfinu en heilsugæslan má alls ekki við neinum niðurskurði. Það er þversögn að spara 100 kall á einum stað til þess að borga 1000 kall á öðrum. Tíðar komur Reykvíkinga á bráðamóttöku sanna það að efla þarf þjónustu heimilislækna og heilsugæslu. Það er einnig mikil þversögn að við búum við sérfræðingaveldi í Reykjavík en fáum ekki grunnheilsugæslu en á landsbyggðinni er öflug heilsugæsla en engir sérfræðingar...þetta þarf að laga!
Pirr dagsins: Niðurskurður sem er ekki að spara neitt
Lag dagsins: Better together
Þangað til næst
Þjónusta heilsugæslu skerðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.