Enn nýr vettvangur

Hef aftur flutt mig um set

www.elinsig.is

sjáumst!


Ég hef fundið mér nýjan vettvang

Ég hef valið að flytja mig um set

 

www.elinsig.wordpress.com

 

Sjáumst!


Fyrsta blogg um trúmál

Ég átti nú alls ekki von á því að ég myndi nokkurn tímann blogga um trúmál en nú er víst komið að því. Ég er sammála þessu markmiði að færa kirkjuna nær fólkinu enda verið alveg út úr sambandi við fólkið allt of lengi. Hvort að krá er rétti staðurinn má síðan deila um, mér dettur strax í hug staðir eins og kaffihús eða keiluhöll þar sem hægt er að hafa það notalegt og ræða við eða um guð í leiðinni. Þó finnst mér síðasta athugasemdin best að í þessari kirkju verði engar predikanir enda frekar úrelt að prestar þurfi að lesa yfir hausamótum lúsugs alþýðufólks eins og áður tíðkaðist.

Pirr dagsins: Samasem merki sem margir setja milli trúar og trúarbragða
Lag dagsins: Bjór

Þangað til næst...


mbl.is Opna kirkju á krá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning

Í lögum VG segir:  17. grein - Landsfundur hefur æðsta vald í öllum málum VG. Hann er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.

Fyrir háttvirta þingmenn og ráðherra sem virðast hafa gleymt ályktun síðasta landsfundar vill ég minna þá á ályktun frá landsfundi 20-22 mars sl:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.

Ég held að sumir af "mínum" þingmönnum og ráðherrum hafi gleymt í hvaða umboði þeir vinna...

Pirr dagsins: Pirr Pirr Pirr
Lag dagsins: Final Countdown með Europe...

Þangað til næst...


mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd

Þetta þykir mér góð hugmynd sem þarf samt sem áður að vanda útfærsluna á. Laugarvegurinn er mjög langur miðað við stærð borgarinnar og skipulagsfræðingar hafa bent á arðsemi þess að "stytta" Laugarveginn. Byrja neðar og tengja samliggjandi götur við hann undir verslanir. Þetta er að mínu mati vert að skoða enda myndi styttri gata sóma sér vel sem göngugata. Ég er ein af þeim sem eiga af og til erindi á laugarveg og þá er alltaf spurning hvað gera eigi við bílinn á meðan og það verður að fylgja þessum hugmyndum hvar fólk geti lagt á meðan gengið er um okkar fallega miðbæ. Annars líst mér vel á þökuklætt lækjartorg, nú vantar bara verslun og þjónustu í kring um það til að glæða það mannlífi.

Lag dagsins: Walk the mile
Pirr dagsins: Bílar umfram fólk

Þangað til næst...


mbl.is Laugavegurinn verði göngugata í góðu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð barna

Saman verðum við að standa vörð um velferð barna!
Þetta gæti kallað á aukin útgjöld td. ef veittar verða gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir en þessi útgjöld skila sér þegar til lengri tíma er litið. Börn sem búa við erfiðar aðstæður og fá enga aðstoð spjara sig verr á fullorðinsárum, en þau sem fá aðstoð á uppvaxtarárunum. Það er því mikilvægt nú að líta til framtíðar því börnin eru framtíðin.
Það er ólíðandi að á íslandi búi börn við fátækt árið 2009.
Það er fátækt að búa á heimili þar sem tekjur duga ekki fyrir útgjöldum á borð við húsaskjól og mat. Það er fátækt að geta ekki farið í skólaferðalagið með skólafélögunum.
Það er fátækt að þurfa að hætta í tómstundaiðkun.

Þetta á ekki að líðast, við verðum að standa vörð um velferð barna!

Lag dagsins: Children are our future...
Pirr dagsins: Fátækt á Íslandi árið 2009...

Þangað til næst


mbl.is Nauðsynlegt að hlusta á börnin á erfiðum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þversögn

Heislugæsla er gífurlega hagkvæm læknisþjónusta! Hana ber að efla og styrkja td. með því að taka upp tilvísunarkerfi og stöðva óþarfa ráp fólks til sérfræðinga sem kostar skattgreiðendur miljarða á ári hverju. Það þarf kannski að spara í heilbrigðiskerfinu en heilsugæslan má alls ekki við neinum niðurskurði. Það er þversögn að spara 100 kall á einum stað til þess að borga 1000 kall á öðrum. Tíðar komur Reykvíkinga á bráðamóttöku sanna það að efla þarf þjónustu heimilislækna og heilsugæslu. Það er einnig mikil þversögn að við búum við sérfræðingaveldi í Reykjavík en fáum ekki grunnheilsugæslu en á landsbyggðinni er öflug heilsugæsla en engir sérfræðingar...þetta þarf að laga!

Pirr dagsins: Niðurskurður sem er ekki að spara neitt
Lag dagsins: Better together

Þangað til næst


mbl.is Þjónusta heilsugæslu skerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

osammala.is

 

www.osammala.is

 


mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími glæsihúsanna liðinn!

Tími glæsibygginga sem enginn hefur efni á að stunda í atvinnurekstur eða búa í er liðinn!! Ég vil ekki fleiri draugahús í miðbæinn. Eina leið til að hafa líf í húsum er að þar sé fólk og starfssemi. Það væri lítið mál að koma þessum húsum í íbúðarhæft ástand enda í ágætu ásigkomulagi flestöll. Verktökum og auðmönnum á að bera skylda til að halda húsunum í sæmilegu horfi, það er glæpur að láta þau viljandi grotna niður. Ekkert mál væri að gera tímabundna leigusamninga á sanngjörnum verðum við aðila sem vilja rekstur í húsum á svæðinu eða búa í þeim á erfiðum tímum. Þetta mál á eftir að þvælast í borgarkerfinu svo mánuðum og jafnvel árum skiptir og síðan vita nú allir að engir peningar eru til fyrir framkvæmdum og engin hefur lengur efni á lúxushúsum. Látum ekki svona glæpastarfssemi viðgangast í miðbænum!

Lag dagsins: Það vantar spýtur og það vantar fjöl...
Pirr dagsins: Yfirgangur auðmanna á Íslandi

Þangað til næst...


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Okei að vera á móti stjórnlagaþingi enda ekki hægt að treysta lýðnum fyrir ákvörðunum sem varða þau sjálf. Síðan má almenningur alls ekki eiga auðlindirnar, betra er að selja þær auðmönnum á spottprís á brunaútsölu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru beinlínis hættulegar af því að þá geta borgarar tjáð skoðanir sínar beint og sérhagsmunum þeirra sem keyptu flokkinn því ógnað.

(eru sjálfstæðismenn ekki sjálfir búnir að skjóta sig í fótinn?)

Lag dagsins: Hvers virði er allt heimsins prjál...
Pirr dagsins: Eiginhagsmunagæsla og einkavinavæðing...

Þangað til næst...


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.