Almenn kurteisi

Ég ræddi við þjónustufulltrúa í Glitni um daginn sem var hreint út sagt að niðurlotum komin. Ekki nóg með að þurfa að búa við óvissu um starf sitt, þá þurfa þjónustufulltrúar og gjaldkerar nú að sitja undir svívirðingum viðskiptavina og sparifjáreigenda. Ég spyr - dettur einhverjum í alvörunni í hug að það sé á ábyrgð gjaldkera og þjónustufulltrúa hvernig komið er fyrir íslensku bönkunum? Ég hvet almenning að reyna að átta sig á því, þrátt fyrir gremju vegna ástandsins að starfsmenn banka eru fólk eins og ég og þú. Þeir eiga fjölskyldur, vini, áhugamál og margir hafa tapað öllu sínu. Sumir óttast um eigið starf. Ég bið ykkur endilega að sína þessu starfsfólki almenna kurteisi og beina reiði ykkar gagnvart bankastjórunum fyrrverandi, seðlabankanum og ríkisstjórninni, það eru þeir sem bera ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið ekki óbreyttir gjaldkerar!!

Lag dagsins: Love love love

Pirr dagsins: Dónalegir viðskiptavinir

Þangað til næst!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Nákvæmlega, við börgum brúsann og Geir og co halda fínum eftirlaunum auk þess sem allir auðmennirnir geta flutt lögheimili til Cayman Islands...

Elín Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þegar ég var 17 ára vann ég um stund á kassa í Hagkaupum og man svo vel hvað fólk gat verið andstyggilegt gagnvart manni. Maður var skammaður fyrir verðið, vöruskort, hilluröðun, skort á bílastæðum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit því alveg hvað það er að vera saklaust andlit í fremstu víglínu. Undarlegt að þetta eru lægst launuðu starfskraftar bankans... enda velflestir konur

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já það er alveg satt hjá þér Laufey, ég vann einusinni sem tryggingafulltrúi hjá Tryggingastofnun og fer ekkert nánar út í það hér...

Elín Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband