Björgum bönkunum!

Björgum bönkunum gæti verið yfirskrift sjónvarpsþáttar sem sýndur yrði í opinni dagskrá Rúv, Stöð2 og skjá einum. Þar myndu helstu listamenn þjóðarinnar koma fram og almenningur gæti hringt inn og lagt sitt af mörkum til að bjarga bönkunum! Mörgum finnst þetta eflaust fáránleg hugmynd en núna hafa sömu menn og stóðu á bakvið einkavinavæðingu bankanna uppi þær hugmydnir að ríkinu beri að bjarga bönkunum. Með ríkinu er átt við okkur skattgreiðendur sem greiðum því tvöfalt fyrir mistök og græðgi íslenskra banka. Við borgum með hærri vöxtum, verðbólgu og því séríslenska fyrirbæri verðtryggingu og svo borgum við með skattfé okkar í ýmsar björgunaraðgerðir. Það væri þá ekki þannig að hátekjufólki og fjármagnseigendur gætu borgað líka? Best er að lækka skatta á fjármagn til þess að "liðka um" í kerfinu. Annars vilja köldustu kapítalistarnir í Ameríku (fyrirheitna landinu) engar aðgerðir því hið fullkomna kapítlíska hagkerfi mun leiðrétta sig sjálft!

Lag dagsins:Spillingarvals (með dúetnum plató)

Pirr dagsins: Að þurfa að borga brúsann!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.