Tími glæsihúsanna liðinn!

Tími glæsibygginga sem enginn hefur efni á að stunda í atvinnurekstur eða búa í er liðinn!! Ég vil ekki fleiri draugahús í miðbæinn. Eina leið til að hafa líf í húsum er að þar sé fólk og starfssemi. Það væri lítið mál að koma þessum húsum í íbúðarhæft ástand enda í ágætu ásigkomulagi flestöll. Verktökum og auðmönnum á að bera skylda til að halda húsunum í sæmilegu horfi, það er glæpur að láta þau viljandi grotna niður. Ekkert mál væri að gera tímabundna leigusamninga á sanngjörnum verðum við aðila sem vilja rekstur í húsum á svæðinu eða búa í þeim á erfiðum tímum. Þetta mál á eftir að þvælast í borgarkerfinu svo mánuðum og jafnvel árum skiptir og síðan vita nú allir að engir peningar eru til fyrir framkvæmdum og engin hefur lengur efni á lúxushúsum. Látum ekki svona glæpastarfssemi viðgangast í miðbænum!

Lag dagsins: Það vantar spýtur og það vantar fjöl...
Pirr dagsins: Yfirgangur auðmanna á Íslandi

Þangað til næst...


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekkert mál að gera tímabundna leigusamninga við fólk sem vill rekstur í húsunum??

Hvað er þá málið með allt þetta auða húsnæði í miðbænum?   Of glæsileg, of dýr?

Held því miður að við munum sjá talsvert að draugahúsum í miðbænum á næstunni, hvort sem eigandinn er viljandi að láta það grotna niður eða allur að vilja gerður til að leigja út.

 Sorglegt ástand og þetta húsatökufólk ekki að gera neina góða hluti að mínu mati.

ÞJ (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:12

2 identicon

Eina ástæðan fyrir því að ekki hefur verið samið um leigu á þessu húsi og ýmsum öðrum er sú að eigendurnir vilja láta þau grotna niður svo þeir fái leyfi til að rífa þau og byggja hús sem hægt er að græða meira á.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já það er allavega hægt að standa sig mun betur í málefnum miðbæjarins en nú er gert það er alveg á hreinu!

Elín Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband