Einkavinavæðing!

Ég las áhugaverða grein eftir Jórunni Frímannsdóttir í 24 stundum í dag þar sem rætt var um hversu æðislegt það væri að bjóða út hluta sorphirðu í Reykjavík. Það var að hennar mati leið til þess að geta bætt og aukið "fjölbreytileika" þjónustunnar. Það er merkilegt að starfandi Borgarfulltrúi í Reykjavík treysti sér ekki til þess að bæta þjónustuna í samráði við fagaðila og framkvæmdasvið heldur þarf að kaupa utanaðkomandi aðila utan úr bæ til þess að framkvæma góðar hugmyndir. Það eru engin rök að þjónusta verði á einhvern hátt betri með því einu að einkavæða hana. Hér er verið að gera lítið úr þeim mannauði sem nú er þegar til staðar hjá borginni. Starfsmannavelta er lág í sorphirðunni og margir starfað þar í áratugi. Hér er meirihlutinn í borginni að henda þessu starfsfólki út í kuldann í erfiðu efnahagsástandi af því að auðvitað mega "ruslakallarnir" missa vinnuna, hverjum er ekki sama um það? Allavega meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur!

 Pirr dagsins: Einkavinavæðing

Lag dagsins: Money Money Money (Það er gott að vera ríkur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helga Magnúsdóttir

Já svona er nú pólitíkinni. Snýst ekki um neitt annað en að koma sínum að. Í rauninni kemur þetta ekki á óvart þar sem að fulltrúar fyrir borgina virðast ekki hafa getu til þess að axla neina ábyrgð og ríkir þar algjört stjórnleysi eða allavega hefur Reykjavíkurborg ekki litið druslulegri út í mörg ár.

Guðrún Helga Magnúsdóttir, 22.8.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband