Gamaldags viðhorf!

Horfði á innslag um þetta mál í fréttum í gær og sá strax að þetta endurspeglaði mjög gamaldags viðhorf um geðsjúka sem "hættulega" og "brjálaða". Þetta er afturför um áratugi frá því sem hefur verið og hefur staðan alls ekki verið upp á það besta á Geðsviði Landspítala. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að hér er um veika einstaklinga að ræða og mikilvægt er að þeir sem sinna því mikilvæga og erfiða starfi sem felst í yfirsetum hjá veiku fólki séu til þess þjálfaðir. Það er ekki það sama að standa í Hagkaupsverslun og sitja yfir manneskju sem er veik. Það er ekki í lagi að hægt sé að "bjóða út" svona mikilvæga þjónustu við geðsjúka og á þjónusta af þessu tagi heima hjá fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki hjá öryggisvörðum. Nú er bara spurningin hvort þeir mega mæta með kylfur og piparúða upp á deild?
mbl.is „Fráleitt“ að öryggisverðir sitji yfir geðsjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er þetta, mætti halda að það sé eins og að fara aftur í tímann til miðalda ef komið er innan fyrir þessa veggi og þá er vert að athuga hvaða kennsluforrit sem háskólastofnanir landsins nota þegar svona er. Hvernig hefði orðið ef Árni Tryggvason, hefði fótbrotnað. Hefði þá lögreglan náð í hann? Eða hefði starfsfólkið þá sagt "sendið ekki lögreglubíl"

En hvernig er þetta, fótbrotnar fólk inni á stofnunum ríkisins? Hvað veldur?

Mæli með að einhver snjall rithöfundur spili klikkaðan til að komast inn á þessa miðaldarstofnun og þá ætti að verða fullt af efni að skrifa góða bók.

Annars segir þú nokkuð. Skyldu þá kylfur og piparúði vera sú hagkvæma nútímatæknilega þróun sem fær að skína innan þessa miðaldarveggja.  Framfarirnar sem þú nefnir koma þó til Íslands og það geta íslendingar verið þakklátir fyrir, eða hvað?

ee (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Það er rétt hjá þér Þorvaldur það hafa ýmisir ófaglærðir sinnt yfirsetum og almennum störfum á geðdeildum sem og öðrum deildum landspítalans oft samhliða námi í öðrum greinum. Ég tel það hinsvegar ekki vera rétta þróun að fara þessa leið. Heppilegra væri að ófagmenntað fólk fari á námskeið í skyndihjálp og málefnum geðsjúkra. Það þarf allavega að vera á hreinu að mínu mati með hvaða hætti eigi að standa að þessu og að þeir öryggisverðir sem sinni þessum störfum fái kennslu í málefnum geðsjúkra, það er algjört lágmark.

Elín Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Sæl Þórdís - Góða skemmtun í Róm! Er sjálf að fara til Svíþjóðar í næstu viku!

Fáðu þér eitt glas fyrir mig!

Elín Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.