14.5.2008 | 10:35
Sýndar - samkeppni
Var að lesa í 24 stundum áðan að fæstir neytendur eru upplýstir um verðmun á þjónustu hjá bönkum, tryggingafélögum osfr. Fólk skiptir við sama fyrirtækið af gömlum vana og oft ganga viðskiptin í arf, þe. börnin skipta við sömu fyrirtækin og foreldrarnir. Sjálf hef ég verið í viðskiptum við sama bankann síðan ég var barn. Eyddi aðeins meira púðri í tryggingafélagið en það er sennilega kominn tími á að athuga hvort e-h aðrir bjóði betur. Hef hinsvegar verið dugleg í að skipta um síma - og netþjónustu enda standa þau fyrirtæki sig í samkeppninni að mínu mati. Síðan eru það orkufyrirtækin eru "samkeppni" í orkusölu til almennra neytenda. Hvað vita margir Reykvíkingar að þeir geta skipt við aðra en Orkuveitu Reykjavíkur og hversu margir hafa skipt um orkufyrirtæki, það væri gaman að gera úttekt á því. Endilega kommentið ef þið hafið reynslu af þessum málum. Allavega sér maður ekki auglýsingar "komdu til Hitaveitu Suðurnesja" og e-h tilboð til neytenda í þessum geira. Er þetta ekki bara sýndar-samkeppni?
Lag dagsins - Money Money Money
Pirr dagsins - Bensínverð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.