Gleymska!

Fór og skutlaði eiginmanni mínum á fund í dag. Allt gert í miklu flýti, hlaupið út í bíl með barnið í fanginu og veskið á öxlinni. Keyrði aftur heim og viti menn ég var ekki með húslykla!! Þurfti að keyra sem leið lá á fundinn hjá Halla og sækja húslyklana hans sem hann mundi eftir aldrei þessu vant!

 Stundum er það þannig að maður gleymir öllu!!


Laugardagsfundur VGR um mannréttindamál

Laugardagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík 3. maí mun taka fyrir stöðu mannréttindamála hjá Reykjavíkurborg. Gestir fundarins verða Jóhann Björnsson fulltrúi VG í mannréttindaráði og Sóley Tómasdóttir vararborgarfulltrúi og fyrrv. formaður mannréttindaráðs. Fundurinn er haldinn í Suðurgötu 3 og hefst klukkan 11.

Loksins!

Jæja þá er maður loksins kominn með moggablogg eftir margra ára andstöðu. Byrjaði að blogga á blogspot á sínum tíma og var að reyna að halda í þá síðu en lítið gekk. Hérna þarf maður greinilega að vera ef maður vill taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á hverjum tíma. Þetta blogg er hugsað sem vettvangur fyrir allt sem ég er að pæla í og gera á hverjum tíma og verður þetta vonandi vettvangur fyrir málefnaleg skoðanaskipti. Einnig hefur mig oft langað til þess að blogga um ýmsar fréttir og nú verður það loksins hægt!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.