Til hamingju færeyingar!

Ég hef heyrt flutning Dúndurfrétta á The Wall fyrir nokkrum árum síðan. Missti því miður af þeim í höllinni sumarið 2007 þegar þeir spiluðu með Sinfóníunni. Ég hafði þá öðrum hnöppum að hneppa enda nýbökuð móðir á þeim tíma. Ég óska færeyingum til hamingju með þetta góða framtak og vona að Dúndurfréttir endurtaki leikinn aftur hér á landi!

Plata dagsins: The wall

Pirr dagsins: Að vera ekki í Færeyjum í kvöld (bölvuð kreppan)

Þangað til næst!


mbl.is Pink Floyd í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er því miður of ungur til að hafa átt þess kost að sjá Pink Floyd þegar þeir voru upp á sitt besta. Ég hlýddi hinsvegar á flutning Dúndurfrétta á The Wall í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum, og á varla orð til að lýsa þeirri upplifun. Besta tónleikahljómsveit sem ég hef séð hér á landi í seinni tíð, fyrir utan Sigur Rós auðvitað!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband