Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka.
Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhćrđ stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóđ í hrokknu hári.
Höfuđkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suđur í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill mömmusveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svariđ get ég, feilskot var ţađ.
Eins og hnífur hjartađ skar ţađ,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefđu, fyrirgefđu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ćtlađi ađ skjóta hann pabba ţinn.

                                               Kristján frá Djúpalćk


mbl.is Hvítskúrađ stjórnarráđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég samdi lag viđ ţetta ljóđ Kristjáns 1972. Ţannig var ađ frétt var lesinn í hádegisútvarpinu um umrćtt "slysaskot" og Kristján samdi ljóđiđ samdćgurs og ţađ var síđan flutt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Bara svona til fróđleiks.

Bergur Thorberg, 12.1.2009 kl. 12:55

2 identicon

ţessir palestínu menn ćttu bara ađ fara ađ hlusta og hćtta ađ reyna ađ stela ţessu landsvćđi... ţeir mundu bjarga mörum mannslífum á ţví....

Axel Jóhannsson (IP-tala skráđ) 12.1.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Talandi um ađ snúa hlutunum á hvolf.

Axel. Ţađ eru Ísraelar, sem eru ađ stela landi af Palestínumönnum en ekki öfugt. Ţađ er ađalorsök ófriđarins fyrir botni Miđjarđarhafs.

Sigurđur M Grétarsson, 12.1.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Elín Sigurđardóttir

Ţetta ljóđ hefur haft áhrif á mig síđan ég var barn og á sennilega sinn hlut í ţví ađ ég hef ávallt veriđ friđarsinni og á móti stríđi og morđum á saklausum borgurum. Ţađ er einnig sorglegt hvađ saga palenstínsku ţjóđarinnar er oft lítđ ţekkt hér á landi. Fáir sem vita hvađ liggur á bakviđ stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma!

Elín Sigurđardóttir, 13.1.2009 kl. 14:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband