Gamaldags viðhorf!

Horfði á innslag um þetta mál í fréttum í gær og sá strax að þetta endurspeglaði mjög gamaldags viðhorf um geðsjúka sem "hættulega" og "brjálaða". Þetta er afturför um áratugi frá því sem hefur verið og hefur staðan alls ekki verið upp á það besta á Geðsviði Landspítala. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að hér er um veika einstaklinga að ræða og mikilvægt er að þeir sem sinna því mikilvæga og erfiða starfi sem felst í yfirsetum hjá veiku fólki séu til þess þjálfaðir. Það er ekki það sama að standa í Hagkaupsverslun og sitja yfir manneskju sem er veik. Það er ekki í lagi að hægt sé að "bjóða út" svona mikilvæga þjónustu við geðsjúka og á þjónusta af þessu tagi heima hjá fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki hjá öryggisvörðum. Nú er bara spurningin hvort þeir mega mæta með kylfur og piparúða upp á deild?
mbl.is „Fráleitt“ að öryggisverðir sitji yfir geðsjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisslys

Það hefur komið mér mikið á óvart hversu lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum að til standi að taka fyrstu skóflustunguna við álverið í Helguvík í dag og undirrita samninga við verktaka um framkvæmdina. Þetta er gert nú þegar háttvirtur umhverfisráðherra veitti þessu umdeilda verki umhverfismat þó henni hafi "líkað það illa". Það er um að gera að hefja þessar framkvæmdir án þess að vera búin að leysa með hvaða hætti eigi að útvega álverinu raforku. Ekki hefur fengist leyfi fyrir háspennulínu að svæðinu og virkjunaráformin eru öll í uppnámi, þetta kallar maður nú góða viðskiptahætti! Það er nefnilega í lagi að menga ef hið mengandi álver er knúið áfram með umhverfisvænni og grænni orku. Náttúruspjöll eru nefnilega svo gasalega umhverfisvæn. Nú verða komin tvö álver í nánasta umhverfi keflavíkurflugvallar og mun þetta án efa hafa góð áhrif á íslenskan ferðaiðnað. Erlendir gestir okkar geta valið um "Gullna hringinn" eða "Ál pýramídann" þegar þeir ferðast um okkar fallega land!

Lag dagsins: Járnkallin með Bjartmari Guðlaugs og Drullum Sull með Olgu Guðrúnu

Pirr dagsins: Umverfissóðar

Þangað til næst!


Menn Ársins

Menn ÁrsinsMenn Ársins halda þrenna tónleika ásamt danska tónlistarmanninum Frank Megabody næstu þrjá daga.  Í kvöld á Organ, Paddy´s í Reykjanesbæ á föstudag og á Grand Rokk á Laugardag og hefjast þeir allir kl. 22.00

Frekari upplýsingar:

http://www.myspace.com/mennarsins

http://www.myspace.com/frankmegabodydk

 

Lag dagsins: 12 steps to the liquor store

Pirr dagsins: Rigning

Þangað til næst


Veikindi

Ekki mikið heyrst frá mér. Hekla Björt búin að vera lasin frá því á þriðjudag og ég veiktist í gær þannig að hér eru allir veikir. Horfði á Eurovision eins og flestir landsmenn (hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki). Var ekkert að skilja lagið sem vann, fannst það hundleiðinlegt og atriðið ómarkvisst og asnalegt. Gott á Svíanna að þeim gekk illa. Hún Charlotte Perelli var greinilega búin að gera ráð fyrir því að vinna og sat alveg skítfúl baksviðs. Svona er það að gera ráð fyrir hlutunum fyrirfram - meiri líkur á að verða fyrir vonbrigðum. Annars fer þessi keppni að líða undir lok. Frökkum, Þjóðverjum, Bretum og Spánverjum gekk illa eins og síðastliðin ár. Þeir borga keppnina að mestu leyti og hætta örugglega að nenna því fljótlega. Hvað gera íslendingar þá?

Lag dagsins: This is my life

Pirr dagsins: Veikindi

Þangað til næst :)


10 hlutir sem ég hefði frekar átt að gera en að horfa á forkeppni Eurovision!

1. Taka til í sokkaskúffunni minni

2. Þrífa á bak við eldavélina

3. Lesa finnsk - íslenska orðabók

4. Safna ló úr naflanum á mér í krukku

5. Horfa á grasið út í garði vaxa

6. Klippa á mér táneglurnar

7. Raða DVD diskunum mínum í stafrófsröð

8. Fara yfir heimilisbókhaldið

9. Þvo tvær þvottavélar

10. Bora í nefið

Lag dagsins: Gleðibankinn

Pirr dagsins: Evrópsk Lágmenning


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koddí sleik ekki stríðsleik!

koddisleikweb1


Sýndar - samkeppni

Var að lesa í 24 stundum áðan að fæstir neytendur eru upplýstir um verðmun á þjónustu hjá bönkum, tryggingafélögum osfr. Fólk skiptir við sama fyrirtækið af gömlum vana og oft ganga viðskiptin í arf, þe. börnin skipta við sömu fyrirtækin og foreldrarnir. Sjálf hef ég verið í viðskiptum við sama bankann síðan ég var barn. Eyddi aðeins meira púðri í tryggingafélagið en það er sennilega kominn tími á að athuga hvort e-h aðrir bjóði betur. Hef hinsvegar verið dugleg í að skipta um síma - og netþjónustu enda standa þau fyrirtæki sig í samkeppninni að mínu mati. Síðan eru það orkufyrirtækin eru "samkeppni" í orkusölu til almennra neytenda. Hvað vita margir Reykvíkingar að þeir geta skipt við aðra en Orkuveitu Reykjavíkur og hversu margir hafa skipt um orkufyrirtæki, það væri gaman að gera úttekt á því. Endilega kommentið ef þið hafið reynslu af þessum málum. Allavega sér maður ekki auglýsingar "komdu til Hitaveitu Suðurnesja" og e-h tilboð til neytenda í þessum geira. Er þetta ekki bara sýndar-samkeppni?

Lag dagsins - Money Money Money

Pirr dagsins - Bensínverð


Kjálkaskurðaðgerð

Það eru til jaxlatökur og síðan eru til kjálkaskurðaðgerðir til þess að ná upp jöxlum  - ég hef prófað bæði og fór í hið síðarnefnda á fimmtudaginn. Núna lít ég út eins og hamstur sem geymir 100 hnetur hægra megin í munninum. Annars ætla ég að spara allar grafískar lýsingar. Þið sem hafið farið í þetta vitið hvað ég er að tala um og þið hin þurfið ekki að vita það (sérstaklega ef þið eigið eftir að fara í svona aðgerð). Ég mæli bara með einu ef þið lendið í þessu og eruð spurð hvort þið viljið glaðloft segið þá JÁ og biðjið tannsa um að vera ekkert að spara það.

Lag dagsins: "I will Survive"

Pirr dagsins: Tannpína og fljótandi fæði

Þangað til næst


Aftur á skólabekk

Fékk bréf frá Kennaraháskólanum í pósti í gær:

" Þér er hér með veitt innganga í kennsluréttindanám á meistarastigi"

Þannig að nú verður sest á skólabekk (að vísu heima þar sem um fjarnám er að ræða). Byrja að vinna og stunda háksólanám í lok ágúst byrjun september. Auk þess að vera með Heklu litu þess á milli og alltaf er nóg að gera í starfinu fyrir VG.

Líst vel á að vera byrja aftur í námi og var að rifja upp að ég á 10 ára stúdentsafmæli nú í desember og það eru að verða 4 ár síðan ég lauk meistaragráðu þannig að það er kominn tími til að læra meira, enda trúi ég á gildi endurmenntunar, símenntunar og menntunar af öllu tagi.

Ætla að taka upp gamlan sið frá fyrri tíð er ég hélt úti síðu á blogspot.com þar sem hver færsla endaði á lagi og pirri dagsins - njótið vel

Lag dagsins: Back to school

Pirr dagsins (og jafnvel vikunnar): Borgarstjóri


Aðalfundargleði Tónskáldafélagsins

Við hjónin vorum á árlegum kvöldverði Tónskáldafélags Íslands sem haldinn er að loknum aðalfundi félagsins. Hann Halli minn var kjörinn í stjórn og vil ég óska honum innilega til hamingju með það!! Þar var rosagóður matur eins og venja er og ekki síðra vín með. Þetta var þríréttaður kvöldverður og vínveitingar frá Ítalíu með. Vorum með síðustu gestum til að fara og kíktum við á Næsta Bar á leiðinni heim. Vorum síðan heillengi að finna leigubíl og vorum komin heim um hálfþrjú. Núna er maður bara að slappa af og hanga í tölvunni á meðan sú stutta sefur úti í vagni!

Þangað til næst!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband